Back to All Events

Fjármál fyrirtækja í stafrænum heimi - hádegisfundur 18. september


Nú þegar stafrænar lausnir eru á hverju strái fyrir hinn almenna notanda er ekki úr vegi að athuga hvaða stafrænu þjónustur og búnaður eru í boði fyrir fyrirtæki sem leita lausna til hagræðingar.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Ský og er fyrir alla þá sem vinna við fyrirtækjarekstur og bókhald. 

Hvenær: 18. september 2019 kl. 12:00 - 14:00

Hvar: Grand hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, Háteigur, 4. hæð

Matseðill: Kjúklingabringur Gordon bleu, m. osti, skinku og hvítvínssósu. Sætindi / kaffi /te á eftir

Verð: Félagsmenn Ský: 6.400 kr., Utanfélagsmenn: 10.500 kr., Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Dagskrá

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Stafræn umbreyting - sýn fjármálastjóra

Í erindinu er fjallað um tækifæri fjármálstjóra til að nýta tækni til aukinnar skilvirkni, áreiðanleika gagna og virðissköpunar, sem og mikilvægi samstarfs fjármáladeilda og UT deilda.
Sunna Dóra Einarsdóttir, Deloitte

12:40   Af hverju að uppfæra í nýjan Evrópustaðal?
Rafrænir og sjálfvirkir reikningar í bókhaldi borgarinnar. Reynt verður að svara spurningunni af hverju að uppfæra í nýjan Evrópustaðal fyrir rafræna reikninga en einnig verður fjallað um mikilvægi þess að ná fram almennri og vandaðri innleiðingu á staðlinum.
Lúðvík Vilhelmsson, Reykjavíkurborg

13:00   Rafrænn fyrirtækjarekstur, tækifæri og áskoranir
Auðkenningar, undirskriftir og traust eru forsendur skuldbindinga, en gæði geta verið mismunandi. Fjallað verður um tækifærin og áskoranirnar sem rafrænar auðkenningar og rafrænar undirskriftir færa okkur og hvernig við byggjum upp traust á rafrænum ferlum nú þegar eIDAS reglugerðin hefur verið innleidd í íslenskan rétt.
Elfur Logadóttir, ERA

13:20   Notkun greiðslutilkynninga hjá opinberum aðilum og birgjum þeirra
Nýr íslenskur staðall Greiðslutilkynning TS-142 var gefinn út á árinu. Honum er ætlað að auðvelda fyrirtækjum afstemingar á greiðslum frá stórkaupendum.
Þorvaldur E. Sigurðsson, TESCON slf.

13:40   Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla (xPa) – Look beyond the Hype
Robotic Process Automation (RPA) hefur þróast verulega undanfarin ár, en við þurfum að horfa inn á við hvað þetta þýðir í raun og veru og hvað þarf að gera til að ná fram raunverulegu virði í allri virðiskeðjunni. Farið verður yfir tækifærin sem í þessu felast og helstu áskoranir sem fylgja.
Svavar H. Viðarsson, Origo

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Bergljót Kristinsdóttir

Earlier Event: February 5
Aðalfundur Icepro 21. febrúar 2019