Back to All Events

Rafrænt innkaupaferli - Hvar erum við stödd og hvert er næsta skref


Hvar erum við stödd og hvert er næsta skref?
Opinn upplýsingafundur um rafræn innkaupaferli,  11. janúar 2018 kl. 15


Icepro boðar til upplýsingafundar um rafrænt innkaupaferli þann 11. janúar kl. 15 - 17  í fundarsal Kviku í Húsi atvinnulífsins í Borgarúni 35.

Frummælendur eru:

·         Jakob V. Finnbogason, yfirmaður innkaupa hjá Landspítalanum.
Væntingar og vandamál - Sendar hafa verið pantanir og tekið á móti reikningum hjá ákveðnum deildum Landspítalans í nokkur ár. Jakob mun segja frá þeirri vegferð og hvernig tekist hefur til.

·         Rafn Rafnsson er stofnandi Timian software ehf. sem nú hefur verið sameinað Nýherja. Rafn mun segja okkur frá innkaupa- og beiðnakerfi sem Timian hefur þróað og er í notkun hjá stórum aðilum eins og Reykjavíkurborg, Hrafnistu ofl. Verið er að leggja lokahönd á pöntunarskeyti í XML sem munu auka gæði kerfisins til muna fyrir þá birgja sem tengjast því.

·         Þórður Bjarnason er stjórnandi innleiðingar á innkaupakerfi fyrir Icelandair Group og dótturfyrirtæki. Gert er ráð fyrir að fara alla leið í rafrænum viðskiptum með pantanir, reikninga og vörulista. Þórður mun segja okkur frá þeirri vegferð og hvernig staðið er að henni.

·         Bergþór Skúlason, formaður tækninefndar FUT og stjórnandi innleiðinga rafrænna reikninga hjá ríkinu segir frá þeim breytingum sem hafa átt sér stað varðandi staðla sem tengjast innkaupaferli að undanförnu.

Eftir framsögu verða pallborðsumræður.

Later Event: February 8
Fundur um traustþjónustur 8. febrúar