Samtöl við skeytamiðlara

Stjórn Icepro ásamt Bergþóri Skúlasyni hélt fundi með öllum skeytamiðlurum á Íslandi og lagði fyrir þá spurningalista til að kanna hvort umbóta væri þörf á vettvangi skeytamiðlunar.

Í framhaldi af þessum fundum sem fóru fram í apríl 2018 hefur stjórn Icepro tekið saman atriði sem talið er að geti orðið skeytamiðlun á Íslandi til framþróunar. Unnið er að frekari úrlausn þessara atriða og verða niðurstöður kynnar síðar.

Niðurstaða þessara funda var að senda áskorun til yfirvalda um tvö atriði.

Annars vegar, að skrá íslenskar kennitölur skv. ISO 6543 staðli í kótalista sem nefnist International Code Designator (ICD). Kótinn segir til um hvers eðlis auðkenni aðila er og er notað til uppflettingar við skeytaflutning og villuprófun. Þetta hefur nú þegar verið framkvæmt og greitt fyrir.

Hins vegar að Íslenska ríkið gerist fullgildur meðlimur í OpenPeppol. Með því er hægt að gæta hagsmuna Íslands varðandi sendingar rafrænna viðskiptaskjala landa á milli. Þessum hluta er ekki lokið og verkefnið því enn í vinnslu í desember 2018.