Rafrænt skjal sem lögformlegt skjal

Stjórn Icepro í samstarfi við Guðbjörgu Þorsteinsdótur lögfræðing hjá Deloitte og Elfi Logadóttur lögfræðing hjá ERA hafa unnið að spurningum sem lagðar hafa verið fyrir fulltrúa Ríkisskattstjóra og óskað verður svara við. Spurningarnar lúta að túlkun Ríkisskattstjóra á ýmsum atriðum sem varða rafræna reikninga, flutning þeirra og meðferð í bókhaldi.

Upplýsingar verða veittar um niðurstöðu þegar hún liggur fyrir. Bréfið verður sent RSK í júní 2018.