Rafrænt skjal sem lögformlegt skjal

Stjórn Icepro í samstarfi við Guðbjörgu Þorsteinsdótur lögfræðing hjá Deloitte og Elfi Logadóttur lögfræðing hjá ERA hafa unnið að spurningum sem lagðar hafa verið fyrir fulltrúa Ríkisskattstjóra og óskað verður svara við. Spurningarnar lúta að túlkun Ríkisskattstjóra á ýmsum atriðum sem varða rafræna reikninga, flutning þeirra og meðferð í bókhaldi.

Upplýsingar verða veittar um niðurstöðu þegar hún liggur fyrir. Bréfið verður sent RSK í júní 2018.

Í desember 2018 er staðan sú að embætti Ríkisskattstjóra er í startholum með að senda fyrirspurn á öll hugbúnaðarhús sem sýsla með ERP kerfi til að kanna hvaða leiðir eru færar í að gera úttektir RSK á bókhaldi fyrirtækja rafrænar þannig að ekki þurfi t.d. að senda þeim pappírsútgáfu reikninga þar sem rafrænn reikningur er frumrit.

Uppfært 20.2.2020:

Enn er öllum spurningunum ósvarað en þær hafa verið teknar til greina og eru hafðar til hliðsjónar við uppfærslu laga um bókhaldslög og rafræn bókhaldslög.

Uppfært 13.9.2021:

Nefnd er að störfum á vegum ANR og Skattsins um uppfærslu á lögum um rafræn viðskipti. Ekki er gert ráð fyrir að lögin verði lögð fyrir þingið fyrr en eftir að ný ríkisstjórn hefur störf. Ýmsar jákvæðar breytingar er að finna í drögum að uppfærðum lögum.