Samtöl við skeytamiðlara

Stjórn Icepro ásamt Bergþóri Skúlasyni hélt fundi með öllum skeytamiðlurum á Íslandi og lagði fyrir þá spurningalista til að kanna hvort umbóta væri þörf á vettvangi skeytamiðlunar.

Í framhaldi af þessum fundum sem fóru fram í apríl 2018 hefur stjórn Icepro tekið saman atriði sem talið er að geti orðið skeytamiðlun á Íslandi til framþróunar. Unnið er að frekari úrlausn þessara atriða og verða niðurstöður kynnar síðar.

Rafrænt skjal sem lögformlegt skjal

Stjórn Icepro í samstarfi við Guðbjörgu Þorsteinsdótur lögfræðing hjá Deloitte og Elfi Logadóttur lögfræðing hjá ERA hafa unnið að spurningum sem lagðar hafa verið fyrir fulltrúa Ríkisskattstjóra og óskað verður svara við. Spurningarnar lúta að túlkun Ríkisskattstjóra á ýmsum atriðum sem varða rafræna reikninga, flutning þeirra og meðferð í bókhaldi.

Upplýsingar verða veittar um niðurstöðu þegar hún liggur fyrir. Bréfið verður sent RSK í júní 2018.