PEPPOL BIS stöðluð skeyti

Staðlaráð Íslands hefur gefið út íslenskar þýðingar fyrir fjögur verslunarskeyti á XML sniði. Þau eru rafrænn reikningur (TS-236), pöntun (TS-138), kreditreikningur (TS-135) og greiðslutilkynning (TS-142).

Auk þess eru til eldri útgáfur af rafrænum reikningi, TS-135 (NES) og TS-136 (BII). Þeir eru allir aðgengilegir hjá Staðlaráði á www.stadlar.is eða skv. beiðni þar um.

Önnur verslunarskeyti hafa ekki verið þýdd sérstaklega en PEPPOL hefur séð um útgáfu og uppfærslu á samevrópskum skeytum sem koma frá CEN (Staðlastofnun Evrópu) og birtir þau á vefsíðu sinni. Þau eru aðgengileg hér : http://docs.peppol.eu/poacc/upgrade-3/. PEPPOL er samevrópskur flutningsaðili skeyta.

Hægt er að koma athugasemdum til PEPPOL með því að stofna athugasemd í verkefnakerfi þeirra Jira á þessari slóð http://peppol.eu/support/.

Icepro hvetur Íslensk fyrirtæki til að nota þessa staðla þar sem þeir eru uppfærðir reglulega og ættu fæstir að þurfa séríslenskar breytingar.