Uppselt á viðburðinn Fjármál fyrirtækja í stafrænum heimi

Í gær miðvikudaginn 18. september stóð Icepro í samstarfi við Ský fyrir hádegisverðarfundi á Grandhótel sem bar yfirskriftina Fjármál fyrirtækja í stafrænum heimi.

Fimm fyrirlesarar tóku fyrir ýmis málefni sem tengjast þessu efni, m.a.

  • hvernig fjármálastjórar geta nýtt tíma sinn og sinna starfsmanna betur,

  • afhverju á að ráðast í að senda og taka á móti rafrænum reikningum,

  • hvernig hægt er að nýta traustþjónustur í fyrirtækjarekstri

  • notkun staðals um greiðslutilkynningar til að spara tíma við afstemmingar

  • notkun róbóta eða sjálfvirknivæðingar við ýmsa ferla í rekstri

Fundurinn var fullsetinn með 120 gestum og langur biðlisti sem sýnir að efnið er fólki ofarlega í huga.


Yfir salinn.jpg
Fyrirlesarar.jpg


Fyrirlesarar fundarins og undirbúningsnefnd Icepro