Örn lætur af störfum

Örn Kaldalóns framkvæmdastjóri Icepro síðustu tólf ár lætur nú af störfum.

Örn hefur tekið þátt í þróun tækni- og tölvuumhverfis á Íslandi frá upphafi. Hann telur sig enn geta unnið með gataspjaldakerfið væri honum boðið upp á það svo víðtæk er þekking hans.

Að öðrum ólöstuðum hefur Örn haldið uppi samskiptum við evrópska starfsbræður okkar í rafrænum viðskiptum síðasta áratuginn ásamt því að halda þétt utan um samskipti um sama málefni manna á milli á Íslandi.

Stjórn Icepro þakkar Erni góð störf og óskar honum velfarnaðar á komandi árum.