Nýr framkvæmdastjóri Icepro

Bergljót Krisinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Icepro.

Hún situr jafnframt í stjórn félagsins sem varamaður. Síðustu sextán ár hefur hún stýrt upplýsingatæknideild Veritas Capital ehf. og sinnti þar áður starfi sem Navision ráðgjafi hjá hugbúnaðarfyrirtækin Strengur ehf.

Síðustu 25 ár hefur hún sinnt margvíslegum verkefnum á sviði rafrænna samskipta í sínum störfum m.a. á sviði EDIfact og XML/UBL innleiðinga.