Loksins! Evrópskur staðall um rafrænan reikning!

Staðall um samræmdan rafrænan reikning fyrir alla Evrópu er orðinn að veruleika. Í mars 2014 gaf Evrópuþingið ásamt ráðinu út tilskipun um rafræna reikninga í opinberum innkaupum og fól Staðlasamtökum Evrópu CEN verkefnið. Tilgangurinn er að auðvelda millilandaviðskipti á innri markaði Evrópu.

Fjármálaráðuneytið tók undir tilskipunina og ákvað að frá og með 1. janúar 2015 skyldu allir reikningar sendir opinberum aðilum verða rafrænir. Sjá: 10.2.2014 Mikill sparnaður með rafrænum reikningum

Um miðjan marsmánuð 2017 lauk CEN verkefninu með útgáfu staðals og tækniforskriftar. Staðallinn var samþykktur af 25 staðlaráðum, en tækniforskriftin af 24.

EN 16931-1 er staðall um rafrænan reikning
TS 16931-2 er tækniforskrift um lista yfir málskipanir. 
Sjá nánar: 15.03.2017 Tilkynning CEF um staðalinn

Síðasti vinnufundur CEN fór fram í október 2016: 
Nokkrir tenglar frá fyrri tíð um staðalvinnuna um samræmdan rafrænan reikning í Evrópu:

Í framhaldi af útgáfu reikningsstaðalsins verður ráðist í útgáfu staðla um rafræn innkaup í heild. Í verkefnaskránni er að finna rafrænar pantanir, vörulista, úboð og útboðstilkynningar svo að fátt eitt sé nefnt.

Vinnunefnd nr. 440 hjá CEN hefur hafið vinnuna, sem lýkur vonandi árið 2019. Fulltrúi ICEPRO tók þátt í stofnfundi CEN/TC/440 í Kaupmannahöfn þann 17. júní 2015. ICEPRO mun leitast við að taka þátt og upplýsa landsmenn um framvindu verksins.