Fundað með skeytamiðlurum

Stórn Icepro fundaði með öllum skeytamiðlurum í apríl s.l., hverjum fyrir sig til að fá betri sýn á þau vandamál sem við er að etja í þeirra starfsemi ef einhver eru og til að fá þeirra sýn á framtíð skeytamiðlunar á Íslandi. 

Nú er stjórnin að vinna úr svörum við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir skeytamiðlarana og ákveða aðgerðaplan í framhaldi af þeirri vinnu.