Niðurstöður fundar TC434 15-16. maí í Kaupmannahöfn

Fundurinn var í umsjón Staðlanefndar Hollands (NEN) og fór fram í húsnæði Staðlanefndar Danmerkur (Dansk Standards) í Kaupmannahöfn dagana 15. og 16. Maí.

 

Helstu atriði og ákvarðanir sem komu fram voru.

  1. Í kynningu sem flutt var af fulltrúa CEN varðandi höfundarrétt kom fram að CEN samþykki að þeir sem keypt hafa eintak af staðlinum geti notað hann í vörum og þjónustum sem þeir veita og birt stuttar tilvísanir til skýringar. Þetta á við um þau skjöl sem eru skylda að nota, þ.e. staðalinn sjálfann, part 1 og syntax bindinguna. Það var almenn skoðun manna að þetta leysi þau höfundarréttar vandamál sem mest hafa truflað. CEN mun jafnframt ræða við CEF (Evrópusambandið) um að veita almennan lesaðgang að staðlinum, þ.e. fyrir þá sem ekki hafa keypt eintak. Slíkar umræður eru stutt komnar og óvíst um niðurstöður. Hvað varðar Ísland þá er þetta í samræmi við þann samning sem gerður hefur verið um Íslensku tækniforskrifina og nýtingu hennar og við því á réttri leið með það.
  2. Samþykkt var að stofna nýjann vinnuhóp (Vinnuhópur 7, WG7) til að útfæra hönnun og umsýslu á gagnagrunni (Registry) yfir þrengingar og viðbætur (CIUS og Extensions). Hópurinn mun stefna að því að settur verði upp einn sameiginlegur gagnagrunnur og verður leitað til Evrópusambandins (CEF) með umsýslu og rekstur hans. CEF hefur þegar sett upp einfaldan lista yfir CIUS og Extensions og mun halda áfram að reka hann og hvetja aðila til að skrá aðlaganir sínar þar. TS236 er þegar skráð þar. https://ec.europa.eu/cefdigital/wiki/display/EINVCOMMUNITY/Community-driven+Registry+of+CIUS+%28Core+Invoice+Usage+Specifications%29+and+Extensions
  3. Samþykkt var að vinnuhópur 1 (staðalinn sjálfur) og vinnuhópur 5 (Extensions) muni vinna saman að gerð stílsniða og annars efnis til að auðvelda og samræma gerð viðbóta. Undirritaður var valinn sem ritstjóri verksins.
  4. Samstaða er um að prófunarverkfæri (schematron) verði unnin utan TC434 og þar með utan höfundarréttar. Leitað verður til CEF með umsjón á því verki en framkvæmdin mun áfram vera í höndum þeirra sérfræðinga sem hafa séð um þessi prófunarverkfæri hingað til. Megin tilgagngur með að fá CEF að þessu er að veita schematronunum formlega ráðandi stöðu sem þær sem allir skuli nota.
  5. Þörf er á að gefa út lagfæringa á syntax bindingum. Gefin verður út leiðrétting (corrigendum) fyrir UBL innan mánaðar þar sem lagaðar verða minniháttar villur sem geta skapað misskilning. Gefnar verðar út uppfærslur á bæði UBL og CII fyrir lok þess árs. Megin efni þeirra verður að bæta inn viðauka þar sem kótalistar verða betur skilgreindir. Ekki verður um að ræða breytingar á þeim svæðum og reglum sem eru í staðlinum sjálfum.