Af aðalfundi ICEPRO þann 22. mars s.l.

Þann 22. mars s.l. hélt ICEPRO aðalfund félagsins í sal Kviku í Borgartúni 35. Boðið var til hádegisverðar og mættu 27 manns.

Eftir hádegisverð voru tveir fyrirlestrar, annars vegar sagði Einar Birkir Einarsson sérfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu okkur frá því hvað er að gerast í upplýsingatæknimálum ríkisins og hins vegar kynnti Arndís Thorarensen verkefnisstjóri hjá Arion banka stafræna vegferð bankans síðustu ár.

ICEPRO veitti tvær viðurkenningar fyrir vel unnin verkefni í þágu rafrænna viðskipta. Viðurkenningarnar eru arftaki EDI bikarsins sem var veittur til ársins 2016 en þótti hafa runnið sitt skeið. Viðurkenningarnar voru veittar Arion banka fyrir framúrskarandi uppbyggingu á stafrænni bankaþjónustu á árinu 2017 og Þjóðskrá Íslands fyrir brautryðjendastarf í rafrænum innskráningum að þjónustu hins opinbera..

Eftir veitingu viðurkenninga fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf.

Einn nýr aðili settist í stjórn, Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Ský tók sæti varamanns í stað Bergljótar Kristinsdóttur sem sagði af sér stjórnarsetu þar sem hún hefur tekið við framkvæmdastjórn félagsins. 

 

Arndís Thorarensen sagði frá stafrænni vegferð Arion banka

Arndís Thorarensen sagði frá stafrænni vegferð Arion banka

Einar Birkir Einarsson sérfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu hélt tölu um upplýsingamál ríkisins í dag.

Einar Birkir Einarsson sérfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu hélt tölu um upplýsingamál ríkisins í dag.

Veiting viðurkenninga. Hjörtur formaður ICEPRO, Þórhildur Edda frá Arion banka, Halla Björg frá Þjóðskrá Íslands og Bergljót Framkvæmdastjóri ICEPRO

Veiting viðurkenninga. Hjörtur formaður ICEPRO, Þórhildur Edda frá Arion banka, Halla Björg frá Þjóðskrá Íslands og Bergljót Framkvæmdastjóri ICEPRO

20180322_125324.jpg