Afurðir CEN/BII vinnunefndar (30.3.2010)

Staðlasamtök Evrópu (CEN) hafa gefið út CWA samþykktir fyrir rafræn innkaup.

Vinnunefndin WS/BII (Workshop on 'Business Interoperability Interfaces on public procurement in Europe') hefur lokið 26 umgjörðum, sem snerta rafræn innkaup, sjá lista neðst. Samþykktirnar ná yfir innihaldslýsingar skeyta, dæmi, leiðbeiningar, verkfæri, svo og samræmdar tillögur um málskipan XML skjalanna.

Rafræn viðskipti hafa verið stunduð hérlendis árum saman. EDI sendingar sem rafrænar tollskýrslur, beingreiðslur, reikningar, pantanir, farmbréf, lyfseðlar o.m.fl. hafa tíðkast hér um 20 ára skeið og sparað þjóðarbúinu stórfé. Nú gefst tækifæri til að taka upp hentugri, ódýrari og alþjóðlegri staðal.

XML ívafsmálið er sniðið fyrir samskipti um veraldarvefinn. Handbókin "rafræn innkaup með XML" er íslensk handbók um viðskiptaferla og rafræn skeyti, svo sem reikninga, pantanir og vörulista. Bókina, sem er ókeypis, er að finna á vef ICEPRO www.icepro.is.

Niðurstöður CEN/BII vinnunefndarinnar eru birtar á http://spec.cenbii.eu/. Þar er einnig að finna yfirlit yfir hvaða skeyti tilheyra tiltekinni umgjörð. ICEPRO veitir fúslega nánari upplýsingar um málið.

Listi yfir útgefnar umgjarðir (profiles)

01 - Catalogue only
02 - Catalogue update
03 - Order only
04 - Invoice only
05 - Billing
06 - Procurement
07 - Procurement with invoice dispute
08 - Billing with dispute and reminder
09 - Customs bill
10 - Tender Notification
11 - Qualification
12 - Tendering Simple
13 - Advanced Procurement with Dispatch
14 - Prior Information Notice
15 - Scanned invoice
16 - Catalogue deletion
17 - Multi Party Catalogue
18 - Punch Out
19 - Advanced Procurement
20 - Customer Initiated sourcing
21 - Statement
22 - Call for Tender
23 - Invoice only with dispute
24 - Attached Document
25 - Status Request
26 - Retrieve Business Document